Kylian Mbappe var ekki skemmt yfir spurningu sem hann fékk eftir tap PSG gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær.
Um var að ræða seinni leik liðanna í undanúrslitum og vann þýska liðið 0-1, samanlagt 0-2.
Mbappe hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid og vilja helstu miðlar meina að hann hafi þegar samnið um að ganga til liðs við félagið þegar samningur hans við PSG rennur út í sumar.
„Muntu halda með Real Madrid á morgun?“ var Mbappe spurður að eftir tapið í gær en spænska liðið mætir Bayern Munchen í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.
Svipbrigði Mbappe við þessari spurningu segja meira en þúsund orð.
⚪️🙄 Kylian Mbappé when asked if he will support Real Madrid vs Bayern…pic.twitter.com/pIKvGKLp2Y
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 7, 2024