Real Madrid tók á móti Bayern Munchen í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Spænska liðið var líklegra fram á við í dag en leikplan Bayern var gott og Manuel Neuer varði vel í markinu.
Það fór svo að Alphonso Davies kom Bayern yfir með glæsilegu marki á 68. mínútu.
Real Madrid leitaði að jöfnunarmarki og fann það á 88. mínútu. Þá var Joselu réttur maður á réttum stað og kom boltanum í netið. Staðan 1-1.
Mikill meðbyr var með heimamönnum í kjölfarið og Joselu skoraði sigurmarkið skömmu síðar. Ótrúleg dramatík.
Real Madrid vann leikinn 2-1 og einvígið 4-3. Liðið er því komið í úrslitaleikinn á Wembley þann 1. júní.
Þar verður andstæðingurinn Borussia Dortmund en liðið vann PSG í gær.