Síðasti leikur Marco Reus fyrir Dortmund verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á Wembley.
Í síðustu viku var tilkynnt að hinn 34 ára gamli Reus myndi yfirgefa Dortmund í sumar eftir tólf ár, en hann er algjör goðsögn hjá félaginu. Á þessum tíma hefur hann unnið þýska bikarinn tvisvar og farið í úrslit Meistaradeildar Evrópu einu sinni.
Reus á nú möguleika á að ljúka ferli sínum hjá Dortmund á Meistaradeildartitli en Dortmund tryggði sig í úrslitaleikinn í gær með sigri á PSG.
Andstæðingurinn verður Real Madrid eða Bayern Munchen en seinni leikur liðanna fer fram í kvöld. Þeim fyrri lauk með 2-2 jafntefli í Þýskalandi.