Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í körfubolta og íþróttafréttamaður, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni. Þátturinn kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans.
Fyrri leikir undanúrslita Meistaradeildarinnar fóru fram á dögunum og í öðru leiknum vann Dortmund 1-0 sigur á PSG.
„Mér fannst þeir hræddir, miðað við hvernig þeir eru búnir að vera á móti Barcelona og fleiri liðum,“ sagði Hrafnkell um franska liðið.
„Er þetta ekki svolítið saga PSG þegar allt er undir?“ spurði Helgi.
„Ég er ekki sammála þessu. Það er bara hálfleikur og þeir eiga eftir að fara á heimavöllinn sinn. Þeir eru með öðruvísi þjálfara núna og miklu meira lið,“ sagði Hrafnkell þá.
Umræðan í heild er í spilaranum.