fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
433

Lengjudeild karla: Fyrsti sigur Aftureldingar staðreynd – Þróttur fór illa með ÍR

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 31. maí 2024 21:24

Oliver Bjerrum Jensen skorar sigurmarkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er nýlokið í Lengjudeild karla.

Í Breiðholti tók Leiknir á móti Aftureldingu í áhugaverðum slag, en Mosfellingar höfðu ekki unnið leik fyrir kvöldið og var Leiknir aðeins með 3 stig. Það var Oliver Bjerrum Jensen sem gerði eina mark leiksins á 83. mínútu og tryggði Aftureldingu stigin þrjú. Liðið er nú með 5 stig í áttunda sæti. Leiknir er með 3 stig á botni deildarinnar

Þróttur vaknaði þá heldur betur til lífsins og van 5-0 sigur á ÍR á heimavelli. Kári Kristjánsson gerði tvö marka Þróttar en hin mörkin skoruðu þeir Sigurður Steinar Björnsson, Ísak Daði Ívarsson og Jorgen Pettersen. Þróttur er með 4 stig í tíunda sæti en ÍR-ingar eru sæti ofar með stigi meira.

Loks gerðu Grindavík og Keflavík jafntefli. Stefán Jón Friðriksson kom Keflvíkingum yfir á 18. mínútu en um stundarfjórðungi síðar jafnaði Kwame Quee. Skömmu fyrir hálfleik komust gestirnir hins vegar yfir á ný þegar Ingólfur Hávarðarson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Það stefndi í sigur Keflvíkinga en seint í leiknum skoraði Dagur Ingi Hammer Gunnarsson jöfnunarmark fyrir Grindavík. Lokatölur 2-2. Keflvíkingar eru í fimmta sæti með 5 stig. Grindvíkingar eru aðeins með stigi minna en eru þó í ellefta sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segist fá færri tækifæri eftir að hafa lent í hakkavél Barton

Segist fá færri tækifæri eftir að hafa lent í hakkavél Barton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið United á næstu leiktíð miðað við þau kaup sem liggja í loftinu

Líklegt byrjunarlið United á næstu leiktíð miðað við þau kaup sem liggja í loftinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enskir fjölmiðlar ekki sammála um hvaða framherja United ætlar að klófesta

Enskir fjölmiðlar ekki sammála um hvaða framherja United ætlar að klófesta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndbirting Salah af Trent í morgunsárið vekur upp margar spurningar

Myndbirting Salah af Trent í morgunsárið vekur upp margar spurningar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Börsungar ætla aftur að reyna við Bernardo

Börsungar ætla aftur að reyna við Bernardo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Njósnari United sagður reglulegur gestur til að skoða mann sem gæti tekið við af Onana

Njósnari United sagður reglulegur gestur til að skoða mann sem gæti tekið við af Onana
433Sport
Í gær

Hræðilega vandræðaleg lygi hans opinberuð – Setti fram færslu í gær sem stenst ekki skoðun

Hræðilega vandræðaleg lygi hans opinberuð – Setti fram færslu í gær sem stenst ekki skoðun
433Sport
Í gær

Besta deildin: Samantha bjargaði Blikum fyrir horn – Stjarnan fékk á sig sex á heimavelli

Besta deildin: Samantha bjargaði Blikum fyrir horn – Stjarnan fékk á sig sex á heimavelli