Frábært gengi Njarðvíkur í Lengjudeild karla heldur áfram. Liðið vann stórsigur á Þór á heimavelli í kvöld.
Heimamenn komust í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins í kvöld með mörkum Dominik Radic og Kaj Leo í Bartalstovu.
Birkir Heimisson minnkaði muninn fyrir Þór eftir um klukkutíma leik en korteri síðar kom Oumar Diouck Njarðvíkingum í 3-1.
Heimamenn skoruðu svo tvö mörk seint í leiknum með mörkum Freysteinn Ingi Guðnason og Diouck.
Rafael Victor, fyrrum leikmaður Njarðvíkinga, klikkaði svo á víti fyrir Þór í lokin. Lokatölur 5-1.
Njarðvík er á toppi deildarinnar með 13 stig. Þór er í fjórða sæti með 6 stig.