Fyrirtaka var í máli Kolbeins Sigþórssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær, en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. Í fyrirtöku eru gögn máls lögð fram en DV hefur ekki upplýsingar um hvenær aðalmeðferð, hin eiginlegu réttarhöld, verða. Þinghald í málinu eru fyrir luktum dyrum.
DV hefur ákæru málsins undir höndum. Í ákærunni hafa nöfn málsaðila verið afmáð en einnig fleiri upplýsingar, til dæmis staðsetning meints brots, sem og aldur stúlkunnar sem Kolbeinn er sagður hafa brotið gegn. Í ákærunni kemur hins vegar fram að hið meinta brot var framið þann 26. júní árið 2022.
Héraðssaksóknari skilgreinir brotið sem nauðgun og kynferðisbrot gegn barni en í lýsingu á meint broti kemur fram að ekki er um samfarir að ræða. Lýsingin er eftirfarandi:
…„ákærði dró niður nærbuxur A og strauk kynfæri hennar fram og til baka mörgum sinnum.“
Samkvæmt heimildum RÚV, sem greindi frá málinu í gær, hefur Kolbeinn neitað sök í málinu. Héraðssaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Fyrir hönd stúlkunnar er farið fram á miskabætur upp á þrjár milljónir króna.