fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. maí 2024 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtaka var í máli Kolbeins Sigþórssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær, en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. Í fyrirtöku eru gögn máls lögð fram en DV hefur ekki upplýsingar um hvenær aðalmeðferð, hin eiginlegu réttarhöld, verða. Þinghald í málinu eru fyrir luktum dyrum.

DV hefur ákæru málsins undir höndum. Í ákærunni hafa nöfn málsaðila verið afmáð en einnig fleiri upplýsingar, til dæmis staðsetning meints brots, sem og aldur stúlkunnar sem Kolbeinn er sagður hafa brotið gegn. Í ákærunni kemur hins vegar fram að hið meinta brot var framið þann 26. júní árið 2022.

Héraðssaksóknari skilgreinir brotið sem nauðgun og kynferðisbrot gegn barni en í lýsingu á meint broti kemur fram að ekki er um samfarir að ræða. Lýsingin er eftirfarandi:

…„ákærði dró niður nærbuxur A og strauk kynfæri hennar fram og til baka mörgum sinnum.“

Samkvæmt heimildum RÚV, sem greindi frá málinu í gær, hefur Kolbeinn neitað sök í málinu. Héraðssaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd stúlkunnar er farið fram á miskabætur upp á þrjár milljónir króna.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur