fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Tíu mestu vonbrigðin í Bestu deildinni það sem af er móti

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. maí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta umferðir eru búnar í Bestu deild karla og eins og eðlilegt er þá eru leikmenn sem hafa ekki staðið undir væntingum í deild þeirra bestu.

Margir leikmenn sem eiga að geta verið í hópi þeirra bestu í deildinni eru ekki að finna sig.

19 leikir eru þó eftir í Bestu deildinni og því er tækifæri fyrir menn að bæta ráð sitt.

Hér að neðan eru tíu mestu vonbrigðin í Bestu deildi karla í sumar að mati 433.is.

Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Hefur ekki komið neitt á borðið í liði Vals í sumar, átta leikir og ekkert mark hjá framherja sem á að geta skorað haug af mörkum í Bestu deildinni.

Bjarni Mark Antonsson (Valur)
Átti að koma og vera akkerið á miðsvæði Vals en er farinn að vera á bekknum, fékk heimskulegt rautt spjald í Garðabæ og hefur síðan þá ekki náð neinu flugi.

Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Ekki enn kominn í form til að byrja leiki, skoraði í síðasta leik en í Kópavogi gera memn meiri væntingar til Ísaks sem var jafn besti maður liðsins sumarið 2022.

Axel Óskar Andrésson (KR)
Varist vel á köflum en miklar kröfur eru gerðar til hans, KR hefur fengið á sig fjórtán mörk sem er helmingi meira en Víkingur hefur fengið á sig. Þarf að binda vörn KR saman.

Guy Smit (KR)
Alltof mörg mistök og ljóst að flestir KR-ingar eru búnir að missa alla þolinmæði gagnvart markverðinum hollenska.

Viðar Örn Kjartansson. Mynd: Skjáskot

Viðar Örn Kjartansson (KA)
Magnaður ferill en eftir átta leiki hefur hann ekki byrjað deildarleik, fær örfáar mínútur í hverjum leiik sem er eitthvað sem enginn gat séð.

Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Eftir að hafa verið besti leikmaður KA lengi hefur dregið af Rodrigo og KA þarf að fara að skoða það að skipta honum út innan tíðar.

Dusan Brkovic (FH)
FH lagði seðlana á borðið til að sækja Dusan sem er orðinn að varamanni í Kaplakrika.

Sindri Kristinn Ólafsson (FH)
Markvörðurinn gæti farið að missa sætið sitt eftir nokkur klaufaleg mistök í upphafi móts, hefur ekki enn náð að finna sitt rétta form í Kaplakrika

Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hefur spilað fjóra leiki og ekki náð að koma með neitt á borðið. Á að vera besti leikmaður Stjörnunnar á eðlilegum degi.

Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áhrifavaldur borgaði ungum krökkum til að brjóta lögin: Lögreglan nær ekki tali af honum – Ótrúleg upphæð í boði

Áhrifavaldur borgaði ungum krökkum til að brjóta lögin: Lögreglan nær ekki tali af honum – Ótrúleg upphæð í boði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu bannað Toney að fara eftir meiðslin

Gætu bannað Toney að fara eftir meiðslin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

U-beygja sem hentar Manchester United vel

U-beygja sem hentar Manchester United vel
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband
433Sport
Í gær

Mikið baulað á stjörnurnar – Alls ekki búnir að fyrirgefa hegðunina í sumar

Mikið baulað á stjörnurnar – Alls ekki búnir að fyrirgefa hegðunina í sumar
433Sport
Í gær

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“