Wayne Rooney fór óvænt í golf með Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, þegar hann spilaði í Bandaríkjunum. Það var upplifun, svo ekki meira sé sagt.
Manchester United goðsögnin Rooney, sem nú er knattspyrnustjóri Plymouth, var þarna á mála hjá DC United vestan hafs. Hann átti síðar eftir að þjálfa liðið, en hann og Trump tóku golfhringinn árið 2018.
„Það klikkaðasta er að Rudi Guiliani (fyrrum borgarstjóri New York) var fyirr aftan okkur og svo voru 50-100 golfbílar með öryggisvörðum,“ rifjar Rooney upp.
„Það var bátur á vatninu með leyniskyttum, leyniskyttur í runnunum. Ég hugsaði með mér: Hvað er í gangi hérna?“
Golfhringur Rooney og Trump kom til vegna tengsla við son fyrrum forsetans. Skiluðu þau sambönd til að mynda því að Rooney fékk að heimsækja skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu.
„Hann bað mig um að veita syni sínum ráð í knattspyrnunni og spurði hvort mig langaði til að hitta pabba hans. Ég fór inn og þá spurði aðstoðarmðaur hans hvort mig langaði í golf,“ segir Rooney.