Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út, eins og alla föstudaga. Í þetta skiptið er Jóhann Már Helgason, sparkspekingur með meiru, gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar.
Að venju er farið yfir það sem gekk á í íþróttaheiminum í vikunni sem er að líða, bæði hér heima og erlendis.
Hægt er að horfa þáttinn í spilaranum, eða þá hlusta hér að neðan, sem og í helstu hlaðvarpsveitum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar