Jamie Carragher var í miklum gír á leik Dortmund og PSG í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.
Yfirleitt er Carragher í setti CBS Sports á Meistaradeildarkvöldum en í þetta sinn sat hann með hinum fræga „Gula vegg“ í Dortmund og sá liðið vinna 1-0 sigur.
Sjálfur segist hann hafa drukkið átta bjóra yfir leiknum en tók hann þó viðtöl og ræddi við kollega sína í setti.
Sjónvarpsmanninum Richards Keys var alls ekki skemmt yfir þessu athæfi Carragher.
„Spurðu fjölskyldur þeirra sem illa hafa komið út úr áfengisneyslu hvort þeim hafi fundist þetta svona fyndið,“ sagði Keys um athæfi Carragher.