Ekki er víst hvort spænska liðið Girona fái að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári þrátt fyrir að hafa unnið sér inn þátttökurétt í keppninni með mögnuðum árangri í La Liga í ár.
Félagið á að hluta til sömu eigendur og Manchester City, City Football Group og mega eigendur ekki eiga tvö lið í Meistaradeildinni.
Að öllu óbreyttu þyrfti Giona að spila í Evrópudeildinni á næsta ári þar sem City hefur forgang í Meistaradeildina í þessu tilfelli. Það er þar sem liðið er ofar í sinni deildarkeppni og útlit er fyrir að það verði City.
Það eru þó hægt að finna lausnir svo bæði lið fái að keppa í Meistaradeildinni.
CFG á 100% hlut í Manchester City en 47% hlut í Girona. Einfaldasta lausnin væri að selja einhvern hluta í Girona því svo lengi sem eigendurnir eiga undir 30% hlut í öðru félaginu, mega þau bæði keppa.
Félögin þurfa að finna út úr þessum málum fyrir 3. júní.