fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Reynir að fá dóm nauðgarans styttan með þessum rökum – Situr í alræmdu fangelsi ásamt barnamorðingjum

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. maí 2024 11:05

Úr Tremembe fangelsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður fyrrum knattspyrnumannsins Robinho sækist nú eftir því að dómur yfir Brasilíumanninum vegna hópnauðgunar verði styttur um helming.

Robinho hóf í mars afplánun á dómi fyrir nauðgun sem hann framdi ásamt fimm öðrum mönnum á Ítalíu árið 2013. Hann situr í hinu aldræmda fangelsi Tremembe, nálægt Sao Paulo. Þar deilir hann 8 fermetra klefa með öðrum mönnum, en í fangelsinu sitja til að mynda nauðgarar og barnamorðingjar.

Robinho fagnar marki með Manchester City á sínum tíma.

Robinho fékk níu ára dóm fyrir nauðgunina, en dómurinn féll árið 2017 í Ítalíu. Hann komst þó hjá því að sitja af sér þar til nú þar sem hann hélt sig í heimalandinu. Brasilísk yfirvöld samþykktu svo loks fyrr á þessu ári að láta hann sitja af sér dóminn þar í landi, en ekki er framsalssamningur á milli Ítalíu og Brasilíu.

Sem stendur þarf Robinho að sitja inni í Tremembe í þrjú ár og sjö mánuði. Má hann afplána það sem eftir stendur í opnu fangelsi. Lögmaður hans vill hins vegar að hann sitji aðeins inni í eitt ár og átta mánuði, áður en hitt úrræðið tekur við.

Notar lögmaðurinn þau rök að nauðgunin hafi ekki átt að vera skilgreind sem „hrottaleg“ og að sú skilgreining hafi orðið til þess að dómurinn varð eins þungur og raun bar vitni.

Hinn fertugi Robinho lék á ferlinum fyrir lið á borð við AC Milan, Real Madrid og Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deild kvenna: Blikar á toppinn eftir nauman sigur

Besta deild kvenna: Blikar á toppinn eftir nauman sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United tapar líklega baráttunni við PSG

United tapar líklega baráttunni við PSG
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki atvinnumannalið í fyrsta sinn frá 1937 – Hafa unnið deildina sex sinnum

Ekki atvinnumannalið í fyrsta sinn frá 1937 – Hafa unnið deildina sex sinnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líkamlegt ástand dómara mælt í nýrri rannsókn

Líkamlegt ástand dómara mælt í nýrri rannsókn
433Sport
Í gær

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“
433Sport
Í gær

Ótrúleg upprifjun af heimsfrægri stjörnu – Viðstöddum brugðið er hann skellti klámmynd í tækið

Ótrúleg upprifjun af heimsfrægri stjörnu – Viðstöddum brugðið er hann skellti klámmynd í tækið