fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
433Sport

KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir auk dráttarvaxta

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. maí 2024 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA hefur verið dæmt til að greiða Arnari Grétarssyni fyrrum þjálfara liðsins tæpar 11 milljónir auk dráttarvaxta. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands í dag.

Arnar stefndi KA á síðasta ári vegna þess að hann taldi sig eiga inni fjármuni hjá félaginu, tengdist það því að Arnar kom liðinu í Evrópu.

KA var ekki sammála mati Arnars og hans lögfræðings og vildi ekki ganga frá greiðslum, ákvað Arnar því að höfða mál gegn félaginu.

Fyrir dómi í dag var KA dæmt til að greiða Arnari um 8,8 milljón auk dráttarvaxta frá 5 nóvember á síðasta ári.

Þá þarf KA að greiða Arnari 2 milljónir króna í málskostnað en félagið getur áfrýjað þessum dómi til Landsréttar.

Arnar þjálfaði KA í tvö og hálft ár með góðum árangri og kom liðinu inn í Evrópukeppni en Hallgrímur Jónasson stýrði liðinu áfram í þriðju umferð en Arnar fær nú sinn bónus fyrir þátt sinn í þeirri vegferð.

Arnar hætti með KA fyrir um 18 mánuðum og tók við þjálfun Vals þar sem hann starfar enn í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Börsungar reyna að fá hann frá Anfield

Börsungar reyna að fá hann frá Anfield
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opnar sig um tíma Ten Hag á Old Trafford – „Þetta var oft flókið“

Opnar sig um tíma Ten Hag á Old Trafford – „Þetta var oft flókið“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Högg fyrir Arsenal – Verðmiðinn sagður mun hærri en talið hefur verið

Högg fyrir Arsenal – Verðmiðinn sagður mun hærri en talið hefur verið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Er óvænt á blaði hjá Real Madrid

Er óvænt á blaði hjá Real Madrid
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Vond tíðindi af Alberti
433Sport
Í gær

Pillurnar fljúga á Hlíðarenda eftir harðorða yfirlýsingu vegna Gylfa – „Óþarfi að láta málin enda í illindum“

Pillurnar fljúga á Hlíðarenda eftir harðorða yfirlýsingu vegna Gylfa – „Óþarfi að láta málin enda í illindum“
433Sport
Í gær

Hafa engar áhyggjur af aldrinum og vilja sjá hann skrifa undir

Hafa engar áhyggjur af aldrinum og vilja sjá hann skrifa undir
433Sport
Í gær

Bayern hættir við og leiðin greið fyrir Barcelona

Bayern hættir við og leiðin greið fyrir Barcelona
433Sport
Í gær

Stórstjarna Barcelona mætti of seint og fór í agabann

Stórstjarna Barcelona mætti of seint og fór í agabann