KA hefur verið dæmt til að greiða Arnari Grétarssyni fyrrum þjálfara liðsins tæpar 11 milljónir auk dráttarvaxta. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands í dag.
Arnar stefndi KA á síðasta ári vegna þess að hann taldi sig eiga inni fjármuni hjá félaginu, tengdist það því að Arnar kom liðinu í Evrópu.
KA var ekki sammála mati Arnars og hans lögfræðings og vildi ekki ganga frá greiðslum, ákvað Arnar því að höfða mál gegn félaginu.
Fyrir dómi í dag var KA dæmt til að greiða Arnari um 8,8 milljón auk dráttarvaxta frá 5 nóvember á síðasta ári.
Þá þarf KA að greiða Arnari 2 milljónir króna í málskostnað en félagið getur áfrýjað þessum dómi til Landsréttar.
Arnar þjálfaði KA í tvö og hálft ár með góðum árangri og kom liðinu inn í Evrópukeppni en Hallgrímur Jónasson stýrði liðinu áfram í þriðju umferð en Arnar fær nú sinn bónus fyrir þátt sinn í þeirri vegferð.
Arnar hætti með KA fyrir um 18 mánuðum og tók við þjálfun Vals þar sem hann starfar enn í dag.