fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
433Sport

Óskar Smári: „Undir okkur komið að sanna að þessi spá sé góð og gild“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram er spáð 3. sæti í Lengjudeild kvenna af fyrirliðum, þjálfurum og formönnum deildarinnar. Óskar Smári Haraldsson er þjálfari liðsins og er brattur fyrir sumrinu.

„Þetta er bara skemmtilegt. Það er gaman að sjá að aðrir þjálfarar, fyrirliðar og formenn hafi sömu trú og við þjáfarar Fram höfum á stelpunum fyrir sumar. En spá er bara spá og það á margt eftir að gerast. Deildin er gríðarlega jöfn og það eru mörg lið sem vilja vera í toppbaráttu. Það er undir okkur komið að sanna að þessi spá sé góð og gild,“ sagði Óskar við 433.is á kynningarfundi deildarinnar í Laugardalnum í dag.

video
play-sharp-fill

Fram hafnaði í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar í fyrra sem nýliði. Yrði það að enda í þriðja sæti tröppugangurinn sem hann og þjálfarar óska eftir.

„Já, að einhverju leyti. En við verðum að passa okkur að fara ekki of hratt í hlutina heldur. Fram sem kvennalið er bara frekar nýlegt, var sett á laggirnar aftur 2020. Við gerðum virkilega vel fyrir tveimur árum síðan og í fyrra náðum við þeim lágmarksmarkmiðum sem við settum okkur, að halda okkur í deildinni,“ sagði Óskar.

„Við höfum gert vel í vetur. Liðið er að verða betra með árunum, leikmenn að verða betri. Við höfum þjappað okkur vel saman og höldum kjarna liðsins frá því í fyrra en bætum líka við okkur öflugum leikmönnum. Þetta er tröppugangur og við ætlum klárlega að gera betur en í fyrra, það segir sig svolítið sjálft.“

Nánar er rætt við Óskar í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Markaveisla í fjórum leikjum – City og Arsenal nældu í sigra

England: Markaveisla í fjórum leikjum – City og Arsenal nældu í sigra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útlitið ekki gott í Liverpool: Alisson missir af stórleikjunum – Haltraði eftir lokaflautið

Útlitið ekki gott í Liverpool: Alisson missir af stórleikjunum – Haltraði eftir lokaflautið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bauð upp á ein verstu mistök ársins á skelfilegum tímapunkti – Sjáðu atvikið

Bauð upp á ein verstu mistök ársins á skelfilegum tímapunkti – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Cole Campbell kominn í aðallið Dortmund – Fyrsti leikurinn í dag?

Cole Campbell kominn í aðallið Dortmund – Fyrsti leikurinn í dag?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Martröðinni er lokið
433Sport
Í gær

Langt í að Ödegaard verði valinn í hópinn

Langt í að Ödegaard verði valinn í hópinn
433Sport
Í gær

Segja að landsliðsþjálfarinn fylgist ekki með gangi mála – ,,Hvernig kemst hann ekki í hópinn?“

Segja að landsliðsþjálfarinn fylgist ekki með gangi mála – ,,Hvernig kemst hann ekki í hópinn?“
Hide picture