433.is hefur fengið sent nýtt sjónarhorn af hegðun Guy Smit markvarðar KR gegn Breiðablik á sunnudag. Sjónarhornið kemur úr Spideo myndavél KR-inga sem staðsett er í stúkunni á Meistaravöllum.
Smit hefur beðist afsökunar á hegðun sinni eftir tapið gegn Blikum þar sem hann ýtti við börnum sem urðu á vegi hans.
Smit hafði gefið Blikum þriðja markið í 3-2 tapi en sá hollenski ætlaði að sóla Jason Daða Svanþórsson en það misheppnaðist.
Smit kom til Íslands árið 2020 og varði þá mark Leiknis, gerði hann vel þar og Valur fékk hann.
Eftir nokkra leiki í marki Vals töldu þjálfarar og forráðamenn liðsins að Smit væri ekki nógu góður fyrir félagið.
Meira:
Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans
Smit var lánaður til ÍBV í fyrra og átti mjög slakt tímabil í Bestu deildinni þegar ÍBV féll.
KR tók sénsinn á Smit í vetur eftir mikla leit og hefur hann ekki farið vel af stað.