„Við ætlum okkur að vera ofar, þetta er bara spá út í bæ. Við ætlum okkur að gera betur en í fyrra, það er ekkert að marka þessa spá,“ segir Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH.
Kjartan lagði skóna á hilluna í vetur og ákvað að fara í þjálfun. FH er spáð sjötta sæti í formlegri spá deildarinnar sem opinberuð var í gær
Kjartan kveðst spenntur fyrir sumrinu. „Fjórir dagar í mót þá eru allir klárir, við erum búnir að vera í smá meiðslum í vetur. Við erum ánægðir með hópinn.“
„Markmiðið er að gera betur en í fyrra, við fengum alltof mörg mörk á okkur í fyrra. Við höfum verið að styrkja varnarleikinn, svo er að gera betur gegn þeim liðum sem eru titluð neðar. Við fengum ekki nógu mörg stig gegn þeim í fyrra.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.