Guy Smit, markvörður KR hefur svo sannarlega ekki farið vel af stað í marki liðsins en hann gaf mark gegn Blikum í Bestu deildinni í gær.
Smit kom til Íslands árið 2020 og varði þá mark Leiknis, gerði hann vel þar og Valur fékk hann.
Eftir nokkra leiki í marki Vals töldu þjálfarar og forráðamenn liðsins að Smit væri ekki nógu góður fyrir félagið.
@islenskurfotbolti Jason Daði skoraði eftir mistök Smit😅 #islenskurfotbolti ♬ original sound – ÍSLENSKUR FÓTBOLTI
Smit var lánaður til ÍBV í fyrra og átti mjög slakt tímabil í Bestu deildinni þegar ÍBV féll.
KR tók sénsinn á Smit í vetur eftir mikla leit og hefur hann ekki farið vel af stað. Einhver pirringur virðist hafa náð til Smit því eftir leikinn gegn Blikum í gær hrinti hann öllum þeim börnum frá sem urðu á vegi hans af vellinum.
Fjallað var um málið á Stöð2 Sport í kvöld og var hegðun Smit kölluð skita af hans hálfu.
Hefur þessi hegðun Smit vakið nokkra athygli en atvikið má sjá hér að neðan.
Guy Smit í stuði pic.twitter.com/zF6c5o6uBL
— 433.is (@433_is) April 29, 2024