Arnar Daði Arnarsson, gjarnan kallaður sérfræðingurinn, er gestur Íþróttavikunnar þennan föstudaginn. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum, á Hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans.
Íþróttavikan kemur út alla föstudaga og er þátturinn í umsjón Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar.
Handboltinn er í fyrirrúmi í þætti þessarar viku, enda Arnar einn fremsti handboltasérfræðingur landsins og stýrir hann hlaðvarpinu Handkastið.
Þó er einnig farið í íslenska fótboltann, körfuboltann og fleira.
Þátturinn er einnig aðgengilegur í hlaðvarpsformi.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar