fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að Erik ten Hag verði látinn fjúka frá Manchester United í sumar. Breska götublaðið The Sun heldur þessu fram.

Samkvæmt miðlinum var síðasti naglinn rekinn í kistu Ten Hag um helgina þegar liðið marði B-deildarlið Coventry í undanúrslitum enska bikarsins. Vítaspyrnukeppni þurfti til þó United hafi komist 3-0 yfir í leiknum. Þá var liðið stálheppið þegar mark Coventry í uppbótartíma framlengingar var dæmt af vegna afar tæprar rangstöðu.

Sir Jim Ratcliffe, nýjasti hluthafi í United og sá sem nú sér um knattspyrnuhlið félagsins, var í stúkuni á leiknum og einnig Avram og Joel Glazer, sem lengi hafa átt félagið. Horfðu þeir upp á pirraða stuðningsmenn United fylgjast með sínum mönnum en The Sun segir skoðun þeirra á Ten Hag hafa áhrif á framtíð hans.

United datt úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir áramót og er nánast öruggt að liðið endar ekki í Meistaradeildarsæti í vor. Hætta er á því að liðið hafni í áttunda sæti, sem yrði versti árangur United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Liðið getur bjargað andlitinu að einhverju leyti í úrslitaleik bikarsins gegn ógnarsterku liði Manchester City. Samkvæmt þessum fréttum breytir sá leikur þó engu um framtíð Ten Hag sem er á útleið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum vandræðagemsinn passaði sig verulega í sumar: Mætir í ótrúlegu standi – Fékk aðvörun fyrir sumarfríið

Fyrrum vandræðagemsinn passaði sig verulega í sumar: Mætir í ótrúlegu standi – Fékk aðvörun fyrir sumarfríið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Flýgur til London í kvöld og heldur svo til Bandaríkjanna

Flýgur til London í kvöld og heldur svo til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Súrealískt að mæta Ronaldo – „Ég hef fylgst með honum frá því ég var krakki“

Súrealískt að mæta Ronaldo – „Ég hef fylgst með honum frá því ég var krakki“
433Sport
Í gær

Eiginkonan gat ekki setið á sér eftir fréttir gærdagsins – „Aflið ykkur betri upplýsinga“

Eiginkonan gat ekki setið á sér eftir fréttir gærdagsins – „Aflið ykkur betri upplýsinga“
433Sport
Í gær

Albert og fyrrum stjarna Manchester United að verða liðsfélagar?

Albert og fyrrum stjarna Manchester United að verða liðsfélagar?