fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Íhuga að lögsækja Gary Neville fyrir þessi ummæli

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest íhugar að lögsækja sparkspekinginn Gary Neville vegna ummæla hans um félagið á dögunum. Daily Mail fjallar um málið.

Það varð allt brjálað á bak við tjöldin hjá Forest eftir leikinn gegn Everton á sunnudag. Um var að ræða fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni sem tapaðist 2-0. Forest vildi fá þrjú víti í leiknum en en Stuart Attwell, VAR-dómari, sendi Anthony Taylor dómara aldrei í skjáinn til að skoða atvikin.

Í kjölfarið sá eigandi Forest, Evangelos Marinakis, til þess að félagið sendi út yfirlýsingu þar sem dómarayfirvöld voru gagnrýnd. Forest segist hafa varað þau við að Attwell væri stuðningsmaður Luton, sem er í fallslagnum við Forest.

„Það hefur ítrekað verið reynt á þolinmæði okkar. Nú munum við skoða möguleika okkar,“ sagði þá meðal annars í yfirlýsingu Forest. Enska úrvalsdeildin fordæmdi vinnubrögð Forest svo með sinni eigin yfirlýsingu.

Neville var þá ekki skemmt yfir vinnubrögðum Forest og lét félagið heyra það.

„Það er eins og mafían hafi sent út þessa yfirlýsingu. Hvað í andskotanum eru þeir að spá?“ sagði hann og hélt áfram.

„Þeir láta eins og frek börn. Þetta er vandræðalegt. Að gefa í skyn fyrir að verið sé að svindla með því að hafa stuðningsmann Luton sem VAR-dómara er hneyksli. Þeir munu borga fyrir þetta.“

Forest er ekki hrifið af ummælum Nevilla og íhugar sem fyrr segir málsókn á hans hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áhrifavaldur borgaði ungum krökkum til að brjóta lögin: Lögreglan nær ekki tali af honum – Ótrúleg upphæð í boði

Áhrifavaldur borgaði ungum krökkum til að brjóta lögin: Lögreglan nær ekki tali af honum – Ótrúleg upphæð í boði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu bannað Toney að fara eftir meiðslin

Gætu bannað Toney að fara eftir meiðslin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

U-beygja sem hentar Manchester United vel

U-beygja sem hentar Manchester United vel
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband
433Sport
Í gær

Mikið baulað á stjörnurnar – Alls ekki búnir að fyrirgefa hegðunina í sumar

Mikið baulað á stjörnurnar – Alls ekki búnir að fyrirgefa hegðunina í sumar
433Sport
Í gær

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“