fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
433Sport

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“

433
Laugardaginn 20. apríl 2024 07:00

Axel Óskar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Óskar Andrésson, varnarmaður KR, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Axel gekk í raðir KR frá sænska B-deildarliðnu Örebro fyrir tímabil. Það var í fyrstu ekki ætlunin að koma heim í íslenska boltann en hann er ánægður með staðinn sem hann er á.

„Ég hef alveg sagt það opinskátt að ég vil spila á eins háu stigi og mögulegt er. Ég er að fara inn í „prime“ ár hjá mér en þetta var geggjuð lending,“ sagði hann.

video
play-sharp-fill

„Fyrsta og síðasta markmiðið er að njóta fótbolta aftur og ég er algjörlega að gera það eins og er. Til að fara aftur út þyrfti það að vera ógeðslega spennandi,“ sagði Axel sem hefur komið víða við í atvinnumennsku.

Axel og kærasta hans eignðust sitt fyrsta barn í fyrra og spilaði það inn í ákvörðunina að koma heim.

„Það spilar mikið inn í. Ég var alveg með nokkur tilboð á borðinu. Ég var í Lettlandi og það var ævintýri og allt það en ég myndi kannski ekki alveg velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Toney farinn frá Brentford

Toney farinn frá Brentford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára
433Sport
Í gær

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks
433Sport
Í gær

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?
Hide picture