Axel Óskar Andrésson, leikmaður KR, er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem má sjá í spilaranum.
Þátturinn er að vanda í umsjón Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar. Hann kemur út vikulega á 433.is, Hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans.
Axel gekk í raðir KR fyrir tímabil og hann og liðið fara ljómandi vel af stað á Íslandsmótinu. Í þættinum fer Axel yfir fyrstu vikurnar hjá KR, atvinnumennskuna og margt fleira, auk þess sem farið er yfir fréttir vikunar, Meistaradeildina og allt það helsta.
Í lok þáttar er spá 433.is og Íþróttavikunnar fyrir Bestu deild kvenna svo opinberuð.
Þátturinn er einnig aðgengilegur á hlaðvarpsformi.