Mjótt er á munum milli ensku og þýsku úrvalsdeildanna er kemur að því að klófesta aukasæti í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð.
Fjölga á liðum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust og fá tvær stigahæstu deildirnar í talningu UEFA aukasæti í gegnum deildarkeppni sína. Stig fást með sigrum í öllum þremur Evrópukeppnunum, Meistaradeild, Evrópu- og Sambandsdeild.
Nokkuð ljóst er að Ítalía mun fá aukasætið en landið er með 18.428 stig, næstum 2 þúsund meira en Þýskaland sem er í öðru með 16.785. Þar rétt á eftir er England með 16.750.
Það er því ljóst að enska úrvalsdeildin á enn möguleika á aukasætinu í Meistaradeildina.
Spánn kemur á eftir Englandi með 15.062 stig.