Xavi, stjóri Barcelona, gekk berserksgang á hliðarlínunni gegn PSG í Meistaradeildinni í kvöld og uppskar rautt spjald.
Börsungar duttu úr leik í 8-liða úrslitum í kvöld. Liðið vann 2-3 sigur á PSG í fyrri leik liðanna en leikur kvöldsins tapaðist 1-4.
Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, fékk rautt spjald eftir tæpan hálftíma leik sem hafði gríðarleg áhrif á leikinn. Þá var staðan 1-0 fyrir Barca.
Xavi var pirraður upp frá þessu og í seinni hálfleik fékk hann rautt spjald fyrir hegðun sína.
Hér að neðan má sjá af hverju.
🚨🚨| RED CARD TO XAVI!!!!pic.twitter.com/IyWNiYL0ll
— CentreGoals. (@centregoals) April 16, 2024