Nýjasti þáttur af Íþróttavikunni er kominn út og má horfa á hann í spilaranum.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum að vanda en í þetta sinn er gestur þeirra Nadía Atladóttir.
Hún gekk í raðir Vals frá Víkingi á dögunum. Í þættinum er farið yfir skiptin og framhaldið með Val, auk þess að fréttir vikunnar, Bestu deildirnar, Meistaradeildin, enski boltinn og fleira er tekið fyrir.
Þátturinn er einnig aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum.