Rasmus Hojlund hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í febrúar í ensku úrvalsdeildinni.
Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur danski sóknarmaðurinn heldur betur tekið við sér í treyju Manchester United undanfarið. Í febrúar skoraði hann fimm mörk og var með eina stoðsendingu í aðeins fjórum leikjum.
Hojlund var keyptur dýrum dómum til United frá Atalanta í sumar og er hann alls kominn með 13 mörk í öllum keppnum.
Rasmus was on a run in February 🏃♂️ pic.twitter.com/cXmN8lKHbO
— Premier League (@premierleague) March 8, 2024