Tekjur voru tæpur 1,1 milljarður króna, rúmum 200 milljónum hærri en árið áður. Er það í fyrsta sinn sem tekjur íslensks félags fara yfir milljarð á einu rekstrarári. Tekjur af mótum eru þar af um 640 milljónir, en karlalið Breiðabliks var það fyrsta hér á landi til að komast inn í riðlakeppni Evrópukeppni þegar liðið fór í Sambandsdeildina í haust.
Þá seldu Blikar leikmenn fyrir 107 milljónir króna. Árið áður voru leikmenn seldir fyrir aðeins meira eða 116 milljónir króna.
Rekstrargjöld voru aftur á móti rétt rúmur milljarður. Þar af fóru um 612 milljónir í þjálfun, leikmenn og yfirstjórn. Inni í því eru laun leikmanna og þjálfara á öllum stigum, en þessi tala hækkar um 87 milljónir á milli ára.
Eignir knattspyrnudeildar Breiðabliks undir lok árs námu um 584 milljónum og bókfært eigið fé var um 340 milljónir.
Félagið greiddi þá tæpar 4 milljónir til umboðsmanna í fyrra, samanborið við tæpar 7 milljónir árið áður.
Meira:
Þungur rekstur í Kaplakrika á síðasta ári – Skammtímaskuldir yfir 100 milljónir
Taprekstur í Garðabæ vekur athygli – Tekjur jukust gríðarlega en launakostnaður rauk upp
Titlarnir í Fossvoginn komu ekki ókeypis – Laun hækkuðu mikið og tapið á rekstrinum var 16 milljónir
Blómlegur rekstur á Akranesi – Hagnaður síðasta árs var 88,2 milljónir og eru líklega Hákoni að þakka
Gríðarlegur viðsnúningur í rekstrinum á Hlíðarenda – Laun lækkuðu og hagnaðurinn var mikill
Sjáðu mikið tap á rekstri HK
Reksturinn í molum hjá Fjölni – Tugmilljóna tap á síðasta ári
Hagnaður á rekstrinum í Árbænum – Laun hækkuðu milli ára