fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Sögulegur ársreikningur í Kópavogi – Tekjur námu yfir milljarði og laun hækkuðu vel

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 8. mars 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur birt ársreikning fyrir síðasta ár og nam hagnaðurinn um 105 milljónum króna.

Tekjur voru tæpur 1,1 milljarður króna, rúmum 200 milljónum hærri en árið áður. Er það í fyrsta sinn sem tekjur íslensks félags fara yfir milljarð á einu rekstrarári. Tekjur af mótum eru þar af um 640 milljónir, en karlalið Breiðabliks var það fyrsta hér á landi til að komast inn í riðlakeppni Evrópukeppni þegar liðið fór í Sambandsdeildina í haust.

Þá seldu Blikar leikmenn fyrir 107 milljónir króna. Árið áður voru leikmenn seldir fyrir aðeins meira eða 116 milljónir króna.

Úr leik Blika í Sambandsdeildinni.Getty Images

Rekstrargjöld voru aftur á móti rétt rúmur milljarður. Þar af fóru um 612 milljónir í þjálfun, leikmenn og yfirstjórn. Inni í því eru laun leikmanna og þjálfara á öllum stigum, en þessi tala hækkar um 87 milljónir á milli ára.

Eignir knattspyrnudeildar Breiðabliks undir lok árs námu um 584 milljónum og bókfært eigið fé var um 340 milljónir.

Félagið greiddi þá tæpar 4 milljónir til umboðsmanna í fyrra, samanborið við tæpar 7 milljónir árið áður.

Ársreikningurinn í heild

Meira:
Þungur rekstur í Kaplakrika á síðasta ári – Skammtímaskuldir yfir 100 milljónir
Taprekstur í Garðabæ vekur athygli – Tekjur jukust gríðarlega en launakostnaður rauk upp
Titlarnir í Fossvoginn komu ekki ókeypis – Laun hækkuðu mikið og tapið á rekstrinum var 16 milljónir
Blómlegur rekstur á Akranesi – Hagnaður síðasta árs var 88,2 milljónir og eru líklega Hákoni að þakka
Gríðarlegur viðsnúningur í rekstrinum á Hlíðarenda – Laun lækkuðu og hagnaðurinn var mikill
Sjáðu mikið tap á rekstri HK
Reksturinn í molum hjá Fjölni – Tugmilljóna tap á síðasta ári
Hagnaður á rekstrinum í Árbænum – Laun hækkuðu milli ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Harmsaga Grétars og bróður hans í Tælandi – Höfuðkúpubrotinn eftir að hafa verið byrlað

Harmsaga Grétars og bróður hans í Tælandi – Höfuðkúpubrotinn eftir að hafa verið byrlað
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Atli Sigurjónsson æfir með Víking

Atli Sigurjónsson æfir með Víking
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Í gær

Falleg ræða í klefanum í ensku úrvalsdeildinni um helgina vekur athygli – Sjáðu hvað gerðist

Falleg ræða í klefanum í ensku úrvalsdeildinni um helgina vekur athygli – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Hataði að sjá fréttir leka í blöðin – Drykkfelldur blaðamaður bar ábyrgð og hann reiddist mjög

Hataði að sjá fréttir leka í blöðin – Drykkfelldur blaðamaður bar ábyrgð og hann reiddist mjög