Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson er óvænt í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem spilar nú gegnEvrópumeisturum Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Orri hefur algjörlega verið úti í kuldanum hjá FCK undanfarið en fékk kallið í byrjunarliðið í seinni leik liðanna í Manchester í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 1-3 sigri City og því á brattann að sækja fyrir Danina.
Vont varð verra þegar City komst í 2-0 snemma leiks en FCK klóraði hins vegar í bakkann á 29. mínútu með marki Mohamed Elyounoussi. Markið gerði hann eftir frábæra stoðsendingu Orra.
Sjáðu markið og stoðsendinguna hér að neðan.
MOHAMED ELYOUNOUSSI GETS ONE BACK AGAINST CITY WITH A LOVELY GOAL!!!
ORRI STEINN ÓSKARSSON 🇮🇸(2004) WITH A LOVELY BACK-HEEL ASSIST!!!#UCL #ChampionsLeague
📽️ @tekkersfoot pic.twitter.com/BLABrTBFzf— Football Report (@FootballReprt) March 6, 2024