Ljóst er að rekstur knattspyrnudeildar Fjölnis er í málum, tekjur félagsins á síðasta ári hrundu á milli ára en þrátt fyrir það var aukning í útgjöldum.
Knattspyrnudeild Fjölnis hefur birt ársreikning sinn fyrir síðasta ár, tap félagsins á rekstrinum var tæpar 45 milljónir. Árið á undan var tveggja milljóna króna hagnaður.
Meira:
Þungur rekstur í Kaplakrika á síðasta ári – Skammtímaskuldir yfir 100 milljónir
Taprekstur í Garðabæ vekur athygli – Tekjur jukust gríðarlega en launakostnaður rauk upp
Titlarnir í Fossvoginn komu ekki ókeypis – Laun hækkuðu mikið og tapið á rekstrinum var 16 milljónir
Blómlegur rekstur á Akranesi – Hagnaður síðasta árs var 88,2 milljónir og eru líklega Hákoni að þakka
Gríðarlegur viðsnúningur í rekstrinum á Hlíðarenda – Laun lækkuðu og hagnaðurinn var mikill
Sjáðu mikið tap á rekstri HK
Tekjur knattspyrnudeildar Fjölnis voru á síðasta ári 165 milljónir en voru árið á undan 194 milljónir. Munar þar mest um tekjur frá styrktaraðilum. Voru þær árið 2022 um 47 milljónir en aðeins um 25 milljónir í fyrra, lækkun um 22 milljónir á einu ári.
Laun og tengd gjöld voru 138 milljónir á síðasta ári og hækkuðu um 17 milljónir á milli ára. Launakostnaður við leikmenn var 29 milljónir króna og hækkar um 6 milljónir á milli ára.
Útgjöld félagsins voru í heild 210 milljónir og hækkuðu um 19 milljónir á milli ára. Ljóst má vera að félagið þarf að taka verulega til í bókhaldinu sínu miðað við 45 milljóna króna tap á rekstrinum.