„Gríðarlega svekkjandi, erfitt að kyngja þessu,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir tap Íslands gegn Úkraínu í kvöld.
Draumurinn um sæti á Evrópumótinu er úr sögunni en um var að ræða hreinan úrslitaleik, Jóhann segir þetta svipa til leiksins gegn Ungverjalandi árið 2020 í úrslitaleik um sæti á EM 2021.
„Þetta var svipaður leikur, við föllum of aftarlega og höldum ekki nógu vel boltann þegar við getum.“
Jóhann er þó bjartur fyrir framtíðina. „Það er mikið af ungum mönnum sem eru að læra, framtíðin er björt.“
VIðtalið er í heild hér að neðan.