Íslenska landsliðið er komið í hreinan úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu næsta sumar, þetta varð ljóst eftir öflugan sigur á Ísrael í kvöld.
Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik en liðið vann sigur á Bosníu, sá leikur fer fram á þriðjudag í Póllandi.
Ísraelar komust yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu en Eran Zahavi skoraði úr spyrnunni. Daníel Leó Grétarsson gerði sig þá sekan um slæm mistök.
Albert Guðmundsson jafnaði hins vegar metinn fyrir íslenska liðið á 39 mínútu með mögnuðu marki beint úr aukaspyrnu. Þremur mínútum síðar kom íslenska landsliðinu yfir.
Staðan 2-1 í hálfleik en íslenska liðið barðist af krafti allan leikinn. Ísrael fékk vítaspyrnu á 80 mínútu eftir að Jón Dagur Þorsteinsson hafði baðað út höndunum í teignum.
Zahavi fór aftur á punktinn og gat jafnað en skaut framhjá. Þremur mínútum síðar skoraði Albert sitt annað mark í leiknum.
Hann fullkomnaði svo þrennu sína í leiknum á 87 mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti frá Jóni Degi. 4-1 sigur Íslands staðreynd og liðið komið í úrslitaleikinn á þriðjudag.
Mörk Alberts eru hér að neðan.
Albert Gudmundsson HAT-TRICK GOAL vs Israel #Iceland #UefaEuroQualifiers #Gudmundsson pic.twitter.com/sdIdNOY4he
— MUHAMMAD zohaib (@theMzohaib) March 21, 2024
Albert Gudmundsson 2nd GOAL vs Israel #Iceland #UefaEuroQualifiers pic.twitter.com/2o6xKsLTbA
— MUHAMMAD zohaib (@theMzohaib) March 21, 2024
Gudmundsson what a freekick against the Zionist nation pic.twitter.com/XtZx1FlZlS
— gentleman_toji🖤💙🇲🇦 (@galliard05) March 21, 2024