„Einn af sætustu sigrinum sem maður hefur upplifað,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson miðjumaður íslenska landsliðsins eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld.
Ísland er komið í úrslitaleikinn um laust sæti á Evrópumótinu í sumar eftir sigurinn mætir liðið Úkraínu í hreinum úrslitaleik.
„Það hefðu ekki margir hugsað sér þetta fyrir ári síðan, þetta er sætt.“
Hann segir að íslenska liðið hafi gert vel í að snúa leiknum sér í hag.
„Þetta var ótrúlega sætt þegar lokaflautið þegar kom, mér fannst Ísrael góðir til að byrja með þangað til að Albert galdrar fram þetta aukaspyrnumark.“
„Það er sætt að klára þeta, það voru. margir litlir hlutir sem féllu með okkur sem hafa ekki falið með okkur.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.