„Þetta var klassi, markmiðinu náð,“ sagði Arnór Sigurðsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld.
Ísland er komið í úrslitaleikinn um laust sæti á Evrópumótinu í sumar eftir sigurinn mætir liðið Úkraínu í hreinum úrslitaleik
Íslenska liðið lenti undir í leiknum en fann svo vopn sín. „Leikurinn var opinn, bæði lið fundu ekki taktinn fyrsta hálftímann. Við fáum færi, Orri fær færi og ég fæ skot og við sáum að það var séns.“
Leikmaður Ísraels fékk rautt spjald í leiknum fyrir ljótt brot á Arnóri „Hann klippir mig niður, þetta var rautt.“
Arnór er spenntur fyrir úrslitaleiknum. „Þetta er úrslitaleikur, það er það sem við viljum. Seinni leikurinn eftir sem er mikilvægari en þessi.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.