Íþróttavikan, sem kemur að venju út alla föstudaga, er með breyttu sniði þessa vikuna sökum landsleiks Íslands gegn Ísrael á morgun.
Þáttastjórnandinn Helgi Fannar Sigurðsson er staddur í Búdapest, þar sem leikurinn fer fram og því var þátturinn tekinn upp með fjarfundarbúnaði þetta skiptið. Hrafnkell Freyr Ágústsson var á sínum stað í settinu og með þeim félögum var Hörður Snævar Jónsson.
Það var hitað rækilega upp fyrir landsleikinn en einnig farið í fréttir vikunnar og enska boltann. Horfðu á þáttinn í spilaranum.