Sjómvarpskonan Laura Woods var í stuði eftir leik Arsenal og Porto í Meistaradeild Evrópu í vikunni.
Woods stýrir umfjöllun um keppnina á bresku stöðinni TNT Sports og eftir leik Arsenal og Porto, sem fyrrnefnda liðið vann í vítaspyrnukeppni, mætti Bukayo Saka í viðtal til hennar, Rio Ferdinand og Martin Keown.
Woods átti þó erfitt að komast að vegna samstarfsfélaga hennar sem töluðu mikið og spurðu Saka spjörunum úr eftir sigur hans manna.
Woods grínaðist með að ganga í burtu eftir að hafa mistekist að komast að í enn eitt skiptið.
Myndband af þessu er hér að neðan, en Woods gerir sig líklega til að fara eftir tæpar tvær mínútur.