Samkvæmt heimildum 433.is höfðu bæði KR og Víkingur áhuga á að fá Gylfa Þór Sigurðsson í sínar ráðir áður en hann skrifaði undir hjá Val.
Samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is skrifaði Gylfi undir við Val í gær eins og við sögðum frá þá. Gríðarleg ánægja er í leikmannahópi Vals með komu hans samkvæmt sömu heimildum.
KR og Víkingur höfðu bæði áhuga á að fá Gylfa í sínar raðir en hann ákvað að semja við Val, hefur hann æft með liðinu undanfarið á Spáni.
Gylfi Þór fékk hins vegar ekki tilboð frá sínum gömlu félögum á Íslandi, Gylfi lék með FH og Breiðablik áður en hann hélt í atvinnumennsku árið 2005.
Samkvæmt heimildum 433.is reyndu þessi félög ekki að klófesta þennan magnaða knattspyrnumann.
Gylfi samdi við Val í gær en þar með er 19 ára atvinnumannaferli hans lokið. Gylfi lék með Lyngby fyrir áramót en rifti samningi sínum þar í upphafi árs.
Hann var samningsbundinn liðum í ensku úrvalsdeildinni í tíu ár en þar lék hann með Swansea, Tottenham og Everton og var iðulega á meðal bestu miðjumanna deildarinnar.
Ljóst er að heimkoma Gylfa er hvalreki fyrir Val og Bestu deildina en búast má við auknum áhuga á deildinni með komu Gylfa.