Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út, degi fyrr en vanalega, en þættirnir koma út vikulega á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans VOD/Appi.
Að vanda stýra Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson skútunni en í þetta sinn sat hlaðvarpsstjarnan og knattspyrnumaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason.
Það er farið yfir risatíðindin af Gylfa Þór Sigurðssyni, sem er mættur í Val, komandi leik hjá karlalandsliðinu gegn Ísrael, Meistaradeildina í vikunni og margt fleira.
Horfðu á þáttinn í spilaranum eða hlustaðu hér að neðan.