fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
433Sport

Gylfi mjög svekktur með ákvörðun Hareide: Er ekki í hópnum á morgun – „Ég hefði treyst mér til þess að spila“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 21:34

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er mjög svekktur að vera ekki í íslenska landsliðshópnum sem Age Hareide tilkynnir á morgun. Frá þessu segir hann í ítarlegu viðtali við 433.is.

Gylfi samdi við Val í dag en ítarlegt einkaviðtal við hann um það má heyra og lesa hérna.

Gylfi sem snéri aftur í landsliðið síðasta haust hefur glímt við meiðsli en hefur lagt mikið á sig síðustu vikur að vera í landsliðiðnu. Hann segir vonbrigðin hafa verið mikið þegar símtalið frá Hareide kom.

„Það eru gríðarleg vonbrigði, það er ein af stóru ástæðunum af hverju ég hef verið að halda áfram að spila. Ég hef alltaf notið mín mest með landsliðinu og spila fyrir Ísland. Það var eina ástæðan síðustu mánuði að ég reyndi og reyndi að vera klár fyrir þessa leiki, það hafðist fyrir rest. En því miður er ég ekki í hópnum,“ segir Gylfi sem segist í betra standi en síðasta haust þegar Hareide valdi hann.

„Ég hefði treyst mér til þess, mér finnst ég í betra standi en gegn Liechenstein síðasta haust þrátt fyrir smá meiðsli. Mér líður betur, líkamlega. Er sterkari í löppunum og þetta er ekki sami langi tíma þessir tveir mánuðir án fótbolta og fyrir landsleikina síðasta haust. Ég hefði meira en treyst mér til að vera með landsliðinu.“

video
play-sharp-fill

Hann segist hafa lagt allt í sölurnar til þess að geta hjálpað land og þjóð að komast inn á Evrópumótið „Ég hef æft á fullu, þó að það hafi verið tveir mánuðir án þess að spila þá hef ég verið að æfa eða í sjúkraþjálfun á hverjum einasta degi til að ná þessum leikjum en svona er þetta.“

Hann vill þó ekki fara á nákvæman hátt út í samskipti sín við Hareide. „Ég vil ekkert vera að ræða það hvernig samskiptin voru, hann tilkynnti mér að hann ætlaði ekki að velja.“

Þrátt fyrir vonbrigðin vonast Gylfi til þess að vera mættur í landsliðið innan tíðar. „Auðvitað, þetta er ein stærsta ástæða þess að maður er enn í fótboltanum. Maður hefur gaman af því að spila fótbolta en það jafnast ekkert á við það að spila fyrir hönd Íslands.

Gylfi Þór snéri aftur í landsliðið síðasta haust eftir rúm tvö ár frá liðinu. Hann segir aldrei gleyma þeim móttökum sem hann fékk frá þjóðinni þegar hann bætti markametið fyrir landsliðið.

„Það er líka bara ein af þeim tilfinningum sem mig langar að upplifa aftur, móttökurnar sem ég fékk. Það er stór ástæða þess að ég er í fótbolta áfram, það er gríðarlega svekkjandi að vera ekki í hópnum,“ segir Gylfi að lokum.

Viðtalið má heyra í heild hér efst í fréttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ekkert til í því að Pogba hafi heimsótt æfingasvæðið í Manchester

Ekkert til í því að Pogba hafi heimsótt æfingasvæðið í Manchester
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City fengið á sig ótrúlegt magn af mörkum undanfarið – Einn sigur í síðustu 12

City fengið á sig ótrúlegt magn af mörkum undanfarið – Einn sigur í síðustu 12
433Sport
Í gær

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Palace og Arsenal – Jesus fær tækifærið

Byrjunarlið Palace og Arsenal – Jesus fær tækifærið
Hide picture