Arsenal komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær í fyrsta sinn í fjórtán ár. Margt hefur breyst á þessum tíma.
Skytturnar slógu Porto úr leik í 16-liða úrslitunum í gær en þurftu heldur betur að hafa fyrir því. Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Porto en Arsenal vann leikinn í gær 1-0 með marki Leandro Trossard. Það var því framlengt og svo farið í vítaspyrnukeppni, þar sem enska liðið hafði betur.
Arsenal komst síðast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar árið 2010. Þá var Barcelona andstæðingurinn. Fyrri leiknum á Emirates-leikvanginum lauk 2-2 en Barcelona vann seinni leikinn þægilega, 4-1, þar sem Lionel Messi skoraði öll mörkin.
Það er áhugavert að skoða byrjunarlið Arsenal í seinni leiknum. Það má sjá hér að neðan.