Kjartan Henry Finnbogason var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það vakti athygli á dögunum þegar Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði FCK gegn Manchester City í Meistaradeildinni eftir að hafa verið alveg úti í kuldanum undanfarið.
„Mér hefur fundist þetta ótrúlega sérstakt allt saman. Ég fylgist vel með dönskum bolta og danska sjónvarpið er eiginlega alltaf hjá heima hjá mér enn þá,“ sagði Kjartan er staða Orra var tekin fyrir.
„En mér fannst hann flottur í leiknum. Hann gerði allt sitt mjög vel. Hann var að dekka Haaland í föstum leikatriðum og var að fylgjast með Rodri allan tímann.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar