fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
433Sport

Guðjón Þórðarson með parkinson – „Það lá við að ég kæmist ekki heim“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 09:32

Guðjón Þórðarson. © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég greindist með Parkinson og er að glíma við það,“ segir Guðjón Þórðarson, einn besti þjálfari í sögu Íslands á Bylgjunni í dag.

Þessi magnaði karakter fann heilsuna bregðast sér á síðasta ári og við tók langt ferli til að greina að hann væri með parkinson.

„Það eru margir sem hafa það verra en ég en manni bregður við þegar maður tapar miklu af heilsunni. Ég greindist með Parkinson og er að glíma við það. Það hefur sjálfsagt verið búið að þróast í einhvern tíma áður, en maður hefur farið á þrjóskunni framhjá því og ætlað að hrista þetta af sér. En það var ekki hægt í þessu tilfelli. Þetta er fylgifiskur í dag og maður verður að læra að lifa með því,“ segir Guðjón á Bylgjunni.

Guðjón hafði verið í golfi heima á Akranesi þegar honum fannst nóg komið. „Ég var á golfvellinum á Skaganum, bjó rétt hjá, og var orðinn alveg orkulaus. Ég staulaðist heim og það lá við að ég kæmist ekki heim. Maður var að bogna saman. Þá fór ég til læknis og fannst þetta ekki geta verið eðlilegt,“ segir Guðjón.

Það tók fjóra mánuði til að fá greiningu á hlutunum. „Ég er á lyfjum og það hjálpar manni mikið. En það koma dagar sem eru slæmir. Dagarnir eru mismunandi. En það er ekkert við því að gera og það verður bara að halda áfram.“

„Eina leiðin er að halda áfram og berjast við þennan vágest. Það er lítið vitað um það af hverju þetta gerist en það virðist vera þannig að eftir því sem að þú hreyfir þig meira þá líður þér betur.“

Hann segist finna mun á lífinu. „Það eru hlutir sem að maður gerði án þess að spá í það, vippaði hlutum til og frá og bar þá milli staða. Svo bara allt í einu ertu lufsa. Það er ekki alveg fyrir mann að lifa með því. Stærsta áskorunin er að sætta sig við stöðuna og reyna að gera það besta úr henni,“

Guðjón er 68 ár gamall en hann var sæmdur gullmerki ÍA á dögunum fyrir afrek sín sem leikmaður og þjálfari, hann var einnig á ferli sínum þjálfari íslenska landsliðsins, Stoke og fleiri liða.

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Toney farinn frá Brentford

Toney farinn frá Brentford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára
433Sport
Í gær

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks
433Sport
Í gær

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?