fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
433Sport

Kveðjubréf Vöndu -„Ég geng nú glöð út í sumarið, með góðar minningar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. febrúar 2024 13:39

Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir mun á morgun ljúka störfum sem formaður KSÍ eftir um tvö og hálft ár í starfi. Vanda tók við sambandinu á erfiðum tíma.

Guðni Bergsson hafði þá sagt af sér og öll hans stjórn sömuleiðis þegar Vanda mætti til starfa og lægði öldurnar.

Hún ákvað að sækjast ekki eftir endurkjöri en í árskýrslu sambandisns kveður hún starfið.

Kveðja Vöndu:
Haustið 2021 tók við að mestu ný stjórn og ég sem nýr formaður. Verkefnið var ærið, við tókum við í mesta ólgusjó í sögu KSÍ. Við þurftum ekki aðeins að fást við málefni fótboltans, eins og stjórnir á undan okkur höfðu gert, heldur tókumst við einnig á við aðstæður sem ollu því að aðeins munaði hársbreidd að FIFA tæki yfir starfsemi KSÍ. Fundir voru því margir og langir, við, ásamt starfsfólki KSÍ vorum vakin og sofin yfir verkefninu – sem fólst meðal annars í að bæta öryggi allra, búa til verkferla, koma á fræðslu, setja gerð nýrra siðareglna í gang, fara í samstarf með Barnaheillum og í leiðinni að koma okkur út úr storminum. Þetta hefur tekist með gríðarlegri vinnu og fyrir þetta ber að þakka. Mig langar því að þakka af öllu mínu hjarta því fólki sem gaf kost á sér í stjórn, þegar enginn annar gerði það, þakka starfsfólki KSÍ fyrir þeirra ómetanlegu störf í þessu krefjandi verkefni og þakka núverandi stjórn fyrir afar farsælt samstarf gegnum þessa öldudali og yfir í nokkuð lygnan sjó.

Nú er komið að kveðjustund hjá mér. Ég verð alltaf stolt af þessum tæpu tveimur og hálfu ári sem ég var formaður KSÍ. Við skrifuðum söguna saman, ég og félögin í landinu sem treystu mér fyrir verkefninu. Við vorum fyrst af löndunum 55 innan UEFA til að velja konu sem formann. Minn mesti heiður. Ég vil þakka fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt og þakka öllum þeim sem ég hef hitt og unnið með, bæði innan stjórnar og í félögunum víðs vegar um landið.

Mig langar sérstaklega að minnast á starfsfólk og þjálfara KSÍ. Þau tóku mér opnum örmum, hafa stutt mig með ráðum og dáð og sýnt mér tryggð, virðingu og traust. Ég hef ekki hitt annan eins starfsmannahóp, sem af óendanlegum dugnaði, metnaði og ósérhlífni gengur í öll verk, fótboltanum á Íslandi til heilla. Með mér út um dyrnar gengur Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, sem í janúar átti 30 ára starfsafmæli. Knattspyrnuhreyfingin á henni mikið að þakka, meira en ég held að flestir geri sér grein fyrir.

Ég hef reynt að nálgast viðfangsefnið af auðmýkt og fagmennsku, starfað af heiðarleika og gert mitt besta til að stuðla að framgangi íslenskrar knattspyrnu. Ég geng nú glöð út í sumarið, með góðar minningar í farteskinu, reynslu sem mun vafalaust nýtast mér vel, ævilanga vináttu við fullt af fólki og þakklæti og stolt í hjarta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toney farinn frá Brentford

Toney farinn frá Brentford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára
433Sport
Í gær

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks
433Sport
Í gær

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?