Vignir Már Þormóðsson, frambjóðandi til formanns KSÍ segir það af og frá að hann sé frambjóðandi ÍTF, íslensk toppfótbolta. Þessum kjaftasögum hefur verið haldið á lofti undanfarnar vikur.
Í hlaðvarpsþáttum og í kaffispjöllum hefur því verið haldið fram að Vignir sé mættur í framboð til að sinna þeirra hagsmunum.
Frambjóðandinn frá Akureyri segir þetta af og frá og svaraði fyrir þetta í Þungavigtinni í dag.
„ÍTF, innan þessu er fjöldi félaga. Þetta eru 70 prósent at iðkendum í fótbolta, þetta eru hagsmunasamtök. Það verður að vera samvinna og samstaða á milli þessara aðila, hún hefur ekki verið nógu góð,“ segir Vignir.
Vignir mun á laugardag komast að því hvort framboð hans fái brautargengi en Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson sækjast einnig eftir starfinu.
Hann segir ekki vera mættur til þess að vinna að hagsmunum sem fáir útvaldir vilja, hann muni vinna fyrir heildina.
„Að ég sé handbendi ÍTF, ég er landsbyggðar maður. Það eru einhver, ég er ekki handbendi ÍTF. Viðar Halldórsson er ágætur vinur minn, skemmtilegur húmoristi. Ég ætla ekki að neita vini mínum af því ég er í framboði til formanns KSÍ, ég og Viðar erum ekki alltaf sammála.“