fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Endurhæfing Gylfa Þórs gengur vel – Æfir á Spáni og vonast til að vera klár í tæka tíð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 14:32

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er staddur á Spáni þessa dagana og gerir allt sem í hans valdi stendur til að vera klár í landsleikina í lok mars. Hann segir að allt hafi gengið vel undanfarna daga.

Gylfi Þór hefur glímt við meiðsli frá því undir lok síðasta árs. Hann segir í stuttu samtali við 433.is að endurhæfing hans gangi vel.

Hann æfir nú á Spáni með Friðriki Ellerti Jónssyni, einum færasta sjúkraþjálfara Íslands. Hann hefur í gegnum tíðina unnið náið með Gylfa.

Friðrik hjálpaði Gylfa að koma sér í gang vorið 2018 þegar hann hafði meiðst nokkuð illa með Everton, Friðrik var þá með Gylfa í þeim undirbúningi að ná heilsu fyrir HM.

Gylfi segir í samtali við 433.is að endurhæfing hans hafi gengið vel og hann hafi náð að æfa að fullum krafti undanfarið, ef ekkert bakslag komi vonist hann til þess að vera í fullu fjöri þegar Ísland mætir Ísrael í umspili um laust sæti á Evrópumótinu.

Sá leikur fer fram eftir rúman mánuð en vinni Ísland leikinn mun liðið fari í úrslitaleik við Úkraínu eða Bosníu um laust sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi.

Gylfi rifti samningi sínum við danska liðið Lyngby í upphafi árs og gaf þar með eftir launin sín hjá félaginu. Danska félagið hefur sagt að Gylfi snúi aftur þegar hann nær heilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið
433Sport
Í gær

Horfa til Jesus og Ancelotti

Horfa til Jesus og Ancelotti
433Sport
Í gær

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“
433Sport
Í gær

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina