fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
433Sport

Víðir skrifar áhugaverða grein um fordæmalausa stöðu sem komin er upp í landsliðinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 9. desember 2024 09:06

Mynd: Daníel Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn afar reynslumikli blaðamaður Víðir Sigurðsson skrifaði áhugaverða grein í helgarblað Morgunblaðsins þar sem hann fór yfir stöðuna sem komin er upp er varðar stöðu vinstri bakvarða í íslenska karlalandsliðinu.

„Staða vinstri bakv­arðar var lengi vel hálf­gerð vand­ræðastaða í karla­landsliði Íslands í fót­bolta. Fáir ís­lensk­ir fót­bolta­menn sér­hæfðu sig í stöðunni og það kom oft­ast í hlut miðju­manna eða miðvarða að hlaupa í skarðið og taka að sér þetta hlut­verk, sem stund­um var óvin­sælt,“ segir meðal annars í grein Víðis.

„Miðvörður­inn Indriði Sig­urðsson og miðjumaður­inn Arn­ar Þór Viðars­son voru tveir þeirra sem lengi „sátu uppi með“ stöðuna og meira að segja í gull­ald­arliði síðasta ára­tug­ar voru það miðjumaður­inn Ari Freyr Skúla­son og miðvörður­inn Hörður Björg­vin Magnús­son sem skipt­ust á um að spila sem vinstri bakvörður.“

Bendir Víðir svo á að staðan sé allt önnur í dag og teflir hann fram sjö manna lista leikmanna sem gætu gert tilkall til að spila stöðu vinstri bakvarðar í íslenska landsliðinu eins og staðan er í dag.

Það eru Kolbeinn Birgir Finnsson (Utrecht), Logi Tómasson (Stromsgodset), Guðmundur Þórarinsson (Noah), Rúnar Þór Sigurgeirsson (Willem II), Davíð Kristján Ólafsson (Cracovia), Daníel Freyr Kristjánsson (Fredericia, á láni frá Midtjylland), Atli Barkarson (Zulte Waregem).

Logi og Kolbeinn voru í síðasta landsliðshópi en það verður áhugavert að sjá hverjir verða í náðinni undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, en eins og flestir vita lét Age Hareide af störfum á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Senda út yfirlýsingu vegna andlátsins – „Ólýsanleg sorg“

Senda út yfirlýsingu vegna andlátsins – „Ólýsanleg sorg“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo ekki valinn í leikmannahópinn

Ronaldo ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enski bikarinn: Manchester United tapaði í vítakeppni

Enski bikarinn: Manchester United tapaði í vítakeppni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að Kompany henti Bayern betur en Guardiola

Telur að Kompany henti Bayern betur en Guardiola
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eva birti færslu sem vakti heimsathygli: Komu illa fram við 17 ára stúlku – ,,Annað en mennirnir þá eru konurnar lagðar í einelti“

Eva birti færslu sem vakti heimsathygli: Komu illa fram við 17 ára stúlku – ,,Annað en mennirnir þá eru konurnar lagðar í einelti“
433Sport
Í gær

Collina um krabbameinið sem gæti drepið fótboltann – „Þetta er orðið verra en það var áður“

Collina um krabbameinið sem gæti drepið fótboltann – „Þetta er orðið verra en það var áður“
433Sport
Í gær

Frændi Gabriel skrifar undir hjá Chelsea

Frændi Gabriel skrifar undir hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Liverpool og Arsenal í harðri baráttu

Liverpool og Arsenal í harðri baráttu