Ruben Amorim, stjóri Manchester United, viðurkennir að það vanti gæði í leikmannahóp Manchester United eftir leik liðsins við Nottingham Forest í gær.
United tapaði 3-2 á heimavelli gegn Forest en Amorim segir að gæðin fram á við hafi ekki verið upp á marga fiska.
Þetta var annað tap United í röð undir Amorim sem tók við félaginu af Erik ten Hag í nóvember.
,,Þetta var erfiður leikur. Við byrjuðum virkilega illa og fengum á okkur mark í fyrsta fasta leikatriðinu,“ sagði Amorim.
,,Við stjórnuðum þessum leik og fengum góðar stöður og höfum bætt okkur á síðasta þriðjungi vallarins.“
,,Við vorum tilbúnir í slaginn í seinni hálfleik og vildum ná í sigurinn en við byrjuðum svo illa, tvö mörk. Við reyndum mikið af hlutum en það vantaði upp á gæðin. Við fengum ekki mörg marktækifæri.“