fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Segir að Mbappe sé að reyna að líkjast Neymar of mikið – ,,Hann þykist horfa en er alls ekki að fylgjast með“

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. desember 2024 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Kevin Diaz sem starfar fyrir RMC Sport skilur í raun ekki af hverju Kylian Mbappe fær að taka vítaspyrnur Real Madrid.

Mbappe hefur ekki verið heillandi á punktinum undanfarið en hann hefur klikkað á tveimur vítum í röð gegn Liverpool og Athletic Bilbao.

Diaz telur að Mbappe vilji vera eins og Neymar, fyrrum liðsfélagi hjá Paris Saint-Germain, en bendir á að hann sé einfaldlega ekki með sömu getu eða tækni og Brasilíumaðurinn.

,,Ef ég horfi á þessi klúður frá Mbappe – það er augljóst að allir geta klikkað á vítaspyrnu en vandamálið er að Mbappe vill fá að taka vítin þó að hann sé enginn sérfræðingur í því,“ sagði Diaz.

,,Hann sýndi það aftur um síðustu helgi og líka gegn Liverpool, hann er einfaldlega ekki mjög góður í að taka vítaspyrnur.“

,,Hann þykist horfa á markmanninn en þegar kemur að spyrnunni þá er hann alls ekki að fylgjast með. Hann er mögulega að reyna að herma eftir Neymar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Varpa glænýju ljósi á brotthvarf Gerrard

Varpa glænýju ljósi á brotthvarf Gerrard
433Sport
Í gær

Þetta voru tíu dýrustu kaupin í janúar – City borgaði 32 milljarða fyrir fjóra leikmenn

Þetta voru tíu dýrustu kaupin í janúar – City borgaði 32 milljarða fyrir fjóra leikmenn
433Sport
Í gær

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“