Sparkspekingurinn Kevin Diaz sem starfar fyrir RMC Sport skilur í raun ekki af hverju Kylian Mbappe fær að taka vítaspyrnur Real Madrid.
Mbappe hefur ekki verið heillandi á punktinum undanfarið en hann hefur klikkað á tveimur vítum í röð gegn Liverpool og Athletic Bilbao.
Diaz telur að Mbappe vilji vera eins og Neymar, fyrrum liðsfélagi hjá Paris Saint-Germain, en bendir á að hann sé einfaldlega ekki með sömu getu eða tækni og Brasilíumaðurinn.
,,Ef ég horfi á þessi klúður frá Mbappe – það er augljóst að allir geta klikkað á vítaspyrnu en vandamálið er að Mbappe vill fá að taka vítin þó að hann sé enginn sérfræðingur í því,“ sagði Diaz.
,,Hann sýndi það aftur um síðustu helgi og líka gegn Liverpool, hann er einfaldlega ekki mjög góður í að taka vítaspyrnur.“
,,Hann þykist horfa á markmanninn en þegar kemur að spyrnunni þá er hann alls ekki að fylgjast með. Hann er mögulega að reyna að herma eftir Neymar.“