Nasser Al-Khelaifi, eigandi Paris Saint-Germain, hefur tjáð sig um Mohamed Salah í annað sinn á stuttum tíma.
Salah er ein stærsta stjarna fótboltaheimsins en hann er á mála hjá Liverpool og verður samningslaus í sumar.
Al-Khelaifi ítrekar það að PSG hafi ekki rætt við Salah um mögulega komu til Frakklands en segir einnig að hann sé mikill aðdáandi leikmannsins.
,,Ég elska Salah og það er líka því hann er frá okkar heimi. Ég er mjög stoltur af honum,“ sagði Al-Khelaifi.
,,Ég er stoltur af því sem hann hefur gert í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool. Ég ber mikla virðingu fyrir honum sem og Liverpool.“
,,Nei við höfum ekki talað við hann, við virðum Liverpool og leikmanninn. Hann er samningsbundinn Liverpool.“