fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Elías Ingi ræðir opinskátt um mistök sín á Akranesi – Skilur fólk sem reyndi að ráðast inn til hans

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. desember 2024 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elías Ingi Árnason, knattspyrnudómari, var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag og ræddi þar mjög umtalað atvik sem átti sér stað í deildinni í sumar.

Elías dæmdi leik ÍA og Víkings fyrr á árinu sem fór fram á Akranesi en viðureigninni lauk með 4-3 sigri Víkings eftir mikla dramatík undir lok leiks.

ÍA virtist hafa skorað sigurmark undir lokin sem Elías ákvað að dæma ógilt og stuttu eftir það þá skoraði Víkingur hinum megin á vellinum og tryggði sigur.

Mistök hans urðu til þess að ÍA átti ekki lengur von á Evrópusæti og urðu Skagamenn vægast sagt reiðir. Elías viðurkennir að hafa gert stór mistök í þessum leik en hann áttaði sig hins vegar ekki á því fyrr en hann sá atvikið heima í sófanum.

,,Það sem þetta hefur áhrif á eru Evrópu möguleikar ÍA og titilmöguleiki Víkings og Breiðabliks. Þetta hefur áhrif á helvíti mikið,“ sagði Elías.

,,Ég tók markið af því ég sé brot, ég sé leikmann ÍA hlaupa inn í leikmann Víkings og það breytist ekkert í hausnum á mér fyrr en ég er kominn heim og horfi á atvikið í símanum og þá fæ ég áfall. Þetta er hræðilegur dómur og það sjá það allir sem horfa á myndavélina.“

,,Ég er í eðlilegri stöðu miðað við dómara og það sem er að gerast í leiknum en fæ hræðilegt sjónarhorn af því sem gerist í teignum og tek ákvörðun út frá því. Þetta hefði ekki einu sinni átt að vera villa í körfubolta.“

,,Komiði með VAR, í svona tilfellum, það er það sem fótboltinn vill, að hann sé dæmdur rétt. Í stóru atvikunum sem skipta máli, við erum á crunch tíma á tímabilinu fyrir mörg lið. Ég er ekki að reyna að afsaka mig, þetta var hræðilegur dómur. Öll lið hefðu brugðist svona við.“

Skagamenn voru svo sannarlega bálreiðir eftir lokaflautið og létu í sér heyra í leikmannagöngunum fyrir utan dómaraherbergið sjálft.

,,Þú þarft að fara ansi langt til að ráðast inn í klefa eða sparka í hurðar eða kýla eða hvað er gert en ég skil viðbrögðin að það sé verið að taka af þér fullkomlega löglegt mark. Ekki mark á þriðju mínútu í þriðju umferð, þetta er risastórt og auðvitað skil ég það.“

,,Eftirlitsmaður kom inn í klefa eftir leik og við fórum yfir atvik leiksins á meðan allt gekk á frammi. Ég veit svosem ekki hvernig þetta var frammi því hurðin var lokuð en við heyrðum að það var verið að banka og berja.“

,,Ég fór ekki inn á X eða neitt þannig. Ég fór ekki að leita að fréttum. Ég er mikill íþróttaðdáandi og fótboltaaðdáandi og fer inn á Fótbolta.net mörgum sinnum á dag og þar komst ég ekki hjá því að lesa ýmislegt.“

,,Það voru send ýmis skilaboð sem á ekki að vera hluti af þessu. Það var töluverður fjöldi aðila sem hafði eitthvað vantalað við mig. Þetta voru ekki hótanir en mér var sagt hvernig manneskja ég væri, hversu frábær dómari og ógeð, aumingi og trúður og allt þar fram eftir götunum.“

Elías segir einnig að hann hafi íhugað að leggja flautuna á hilluna á tímapunkti eftir atvikið umtalaða.

,,Auðvitað eru fleiri atvik en þetta í sumar sem ég átti rangan dóm en í heildina þá var stjórnin mín á leikjum virkilega góð og mikil bæting. Það er það sem ég ætla að taka með mér inn í næsta tímabil.“

,,Það datt inn [að hætta í dómgæslu] en það fór fljótt út aftur. Maður getur ekki látið eitt atvik stjórna framtíðinni á þennan hátt.“

Nánar er rætt við Elías hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Óvissunni loks lokið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nánast fimmtugur Beckham setur allt á hliðina – Situr fyrir á brókinni og skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið

Nánast fimmtugur Beckham setur allt á hliðina – Situr fyrir á brókinni og skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin sín eftir frækinn sigur Arsenal um helgina

Ofurtölvan stokkar spilin sín eftir frækinn sigur Arsenal um helgina